Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 29. október 2019 12:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Óli Kristjáns vill lengja mótið og finna lausn fyrir varamenn
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að það sé ljóst að við þurfum að lengja mótið og spila fleiri leiki," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í útvarpsþætti Fótbolta.

Ólafur kom þar með hugmyndir um það hvernig mætti lengja Íslandsmótið. Ólafur ræddi við Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson um það hvort að taka eigi upp þrefalda umferð og þá mögulega með tíu liðum.

„Þeir sem skipuleggja þessi mót og þeir sem eru með puttana í þessu dags dagslega þurfa að setjast niður og reyna að finna út hvað við þurfum að gera til að bæta íslenskan fótbolta, annað en landsliðið, og gera þessa deild ennþá áhugaverðari," sagði Ólafur.

Á síðasta stjórnarfundi KSÍ var tilkynnt að verið sé að skoða að búa til varaliðskeppni í meistaraflokki. Ólafur segir nauðsynlegt að leikmenn sem eru ekki að spila í Pepsi Max-deildinni fái leiki.

„Við þurfum líka að skoða þá leikmenn sem eru ekki að spila. Við getum tekið sem dæmi Gunnar Nielsen sem meiðist í lok maí. Það er enginn vettvangur fyrir hann til að spila sig í leikform því það eru engir varaliðsleikir."

„Við sáum þetta hjá Val líka þar sem leikmenn meiddust. Þeir voru að koma inn í 20-30 mínútur hér og þar og þá sögðu menn að þeir væru ekki í standi. Það er ekkert skrýtið því þeir voru ekkert búnir að spila. Þetta eru annars vegar þeir leikmenn sem lenda í meiðslum eða detta út úr liði og svo ungu leikmennirnir okkar. Við þurfum aðeins að hugsa hvernig við bætum þetta umhverfi. Lengja tímabilið og skapa vettvang fyrir þá sem eru ekki að spila,"
sagði Ólafur.

Hér má sjá spjallið við Ólaf í heild en umræðan um þessar hugmyndir byrjar eftir rúmar 20 mínútur.
Óli Kristjáns fer yfir stöðu FH og framtíð íslenska boltans
Athugasemdir
banner
banner
banner