Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. október 2019 22:11
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Alex og Guðlaugur Victor úr leik í bikarnum
Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá Dijon
Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá Dijon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna er Dijon tapaði fyrir Bordeaux í franska bikarnum.

Rúnar Alex fékk lok tækifæri hjá Dijon en hann hefur ekki spilað síðustu sjö deildarleiki Dijon.

Hann stóð vaktina í 2-0 tapi gegn Bordeaux í kvöld og liðið því úr leik í bikarnum.

Guðlaugur Victor Pálsson var þá í liði Darmstadt sem tapaði fyrir Karlsruher, 1-0, í þýska bikarnum. Guðlaugur Victor hefur verið öflugur með Darmstadt í upphafi leiktíðarinnar en hann lék allan leikinn í kvöld.

Ari Freyr Skúlason spilaði allan leikinn í 1-0 tapi Oostende gegn Charleroi í belgísku deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner