þri 29. október 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Santo: Ekki auðvelt fyrir Cutrone
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, segir að framherjinn Patrick Cutrone hafi átt erfitt með að aðlagast enska boltanum síðan hann kom frá AC Milan á sextán milljónir punda í sumar.

Hinn 21 árs gamli Cutrone hefur einungis skorað eitt mark hingað til en hann var tekinn af velli í hálfleik gegn Slovan Bratislava í Evrópudeildinni í síðustu viku.

„Hann er að aðlagast taktíkinni hjá liðinu," sagði Nuno.

„Það er ekki auðvelt fyrir hann að komast á þann stað sem við búumst við af honum."

„Þetta tekur tíma en það besta er að hann er að vinna í þessu, hann vill þetta og leggur hart að sér. Við búumst við góðum hlutum frá honum."

Athugasemdir
banner
banner
banner