þri 29. október 2019 15:15
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Fred mun taka stöðu Pogba
Fred með boltann.
Fred með boltann.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, bindur vonir við að Fred og Andreas Pereira fylli skarð Paul Pogba áfram á meðan franski miðjumaðurinn er að glíma við meiðsli.

Pogba hefur verið frá keppni í heilan mánuð vegna meiðsla á ökkla og útlit er fyrir að hann spili ekkert fyrr en í fyrsta lagi í desember.

„Fred og Andreas verða mikilvægir fyrir okkur," sagði Solskjær í dag.

„Fred tekur líklega stöðu Paul í þónokkurn tíma núna. Það hefur gengið frábærlega hjá okkur og Andreas hefur vaxið í síðustu leikjum."

Hinn 23 ára gamli Pereira braust almennilega inn í lið United á síðasta tímabili en Fred kom til félagsins frá Shakhtar Donetsk á 52 milljónir punda sumarið 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner