Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 29. október 2019 12:43
Elvar Geir Magnússon
Xhaka verður áfram fyrirliði Sviss
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Svissneska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Granit Xhaka verði áfram fyrirliði landsliðsins.

Spjót beinast að Xhaka eftir hegðun hans í garð stuðningsmanna Arsenal í 2-2 jaftnefli Arsenal gegn Crystal Palace.

Miðjumaðurinn brást reiður við þegar baulað var á hann þegar hann var tekinn af velli í leiknum og kallaði 'fokk off' í stúkuna.

Xhaka, sem er fyrirliði Arsenal, mun funda með stjóranum Unai Emery sem hefur sagt að leikmaðurinn hafi gert mistök.

„Við höfum verið í sambandi við Granit. Við kunnum að meta gæði hans og mikilvægi fyrir landsliðið. Staða hans hefur ekki breyst," segir í yfirlýsingunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner