Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 29. október 2022 09:10
Elvar Geir Magnússon
Lokaumferð Bestu - Sex spurningar fyrir daginn
Nær Gummi Magg gullskónum?
Nær Gummi Magg gullskónum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fá skjöldinn góða.
Blikar fá skjöldinn góða.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggir KA silfrið?
Tryggir KA silfrið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Bestu deildarinnar verður spiluð í dag og Breiðablik mun fá Íslandsmeistaraskjöldinn við formlega athöfn í Kópavoginum. Þó spennan sé alls ekki mikil fyrir lokaumferðina þá er barist um gullskó og ýmislegt fleira sem hægt er að beina augum að.

Besta-deild karla - Efri hluti
13:00 KA-Valur
13:00 Breiðablik-Víkingur
13:00 KR-Stjarnan

Besta-deild karla - Neðri hluti
13:00 FH-ÍA
13:00 Keflavík-Fram
13:00 ÍBV-Leiknir

Verður Gummi Magg markakóngur?
Nökkvi er farinn úr landi en verður markakóngur á færri spiluðum leikjum ef Guðmundur skorar ekki gegn Keflavík í dag. Svo er einnig barátta um að verða stoðsendingakóngur.

Markahæstir:
17 mörk - Nökkvi Þeyr Þórisson, KA
17 - Guðmundur Magnússon, Fram
13 - Ísak Snær Þorvaldsson. Breiðablik
11 - Jason Daði Svanþórsson, Breiðablik
11 - Emil Atlason, Stjarnan
10 - Patrik Johannesen, Keflavík
10 - Andri Rúnar Bjarnason, ÍBV

Ljúka Íslandsmeistararnir mótinu á sigri?
Meistararnir mætast, Íslandsmeistararnir taka á móti bikarmeisturunum og nýr skjöldur fer á loft. Það verður partí í Kópavoginum en ná Víkingar að vera með leiðindi í veislunni?

Nær KA silfrinu?
KA hefur átt frábært tímabil og tryggt sér Evrópusæti. Liðið fær Val í heimsókn vitandi það að sigur þar innsiglar annað sæti deildarinnar. Það yrði mikið afrek hjá liðinu að ná silfrinu. Í spá Fótbolta.net fyrir mót var KA spáð sjöunda sæti!

Ná Skagamenn að skora snemma?
„Við erum ekki heimskir," sagði formaður ÍA í vikunni. ÍA þarf að vinna FH með tíu marka mun í dag til að halda sæti sínu. Það er ekki að fara að gerast. En það væri gaman að sjá ÍA skora snemma í leiknum og leyfa bjartsýnustu Skagamönnum að láta sig dreyma.

Kveðja Breiðhyltingar með sæmd?
Leiknir var ekki í fallsæti fyrir tvískiptingu deildarinnar en 'ofsalegur október' hefur verið liðinu martröð, 1-7 tap gegn Keflavík var ákveðinn botn og liðið er fallið. Það kveður Bestu deildina í Vestmanneyjum í dag og spurning hvort þar komi fyrsti og eini sigur Breiðhyltinga í október?

Munu næstu stjörnur láta vita af sér?
Það vill oft vera þannig að óvæntir hlutir gerast í lokaumferð. Svo líta þjálfarar stundum á þetta sem tækifæri til að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Fáum við að skyggnast inn í framtíðina í dag og munu ungir leikmenn sem verða í stærra hlutverki næsta tímabil láta vita af sér?

Allir leikirnir hefjast klukkan 13 og verða að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Fótbolta.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner