Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 29. október 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Maðurinn sem stöðvaði hnífaárásina var einnig lánsmaður hjá Monza
Tarantino er til hægri á myndinni.
Tarantino er til hægri á myndinni.
Mynd: Getty Images
Það er mögnuð tilviljun sem hefur sprottið upp eftir harmleikinn í Mílanó þar sem Pablo Marí, varnarmaður Udinese á láni frá Arsenal, var stunginn í bakið og endaði á spítala.

Marí horfði á veikan mann skera konu á háls meðan hann lá í sárum sínum eftir að hafa fengið hnífinn í bakið. Varnarmaðurinn fór í minniháttar aðgerð til að bjarga vöðvum í baki og var aldrei í lífshættu en verður frá keppni næstu mánuðina.

Tilviljunin er sú að maðurinn sem stöðvaði árásina heitir Massimo Tarantino og lék meðal annars fyrir Napoli og Bologna í Serie A á tímum sínum sem atvinnumaður í fótbolta. 

Ekki nóg með að tveir atvinnumenn í fótbolta hafi verið staddir á sama svæðinu í verslunarmiðstöðinni heldur eru þeir báðir varnarmenn sem hafa spilað fyrir Monza á láni.

Tarantino var lánaður til Monza tímabilið 1989-90 en hann er 51 árs gamall og starfaði síðast sem tæknilegur ráðgjafi hjá SPAL, sem Mikael Egill Ellertsson spilar fyrir, en hætti í sumar. Þar áður var hann yfirmaður akademíunnar hjá AS Roma.

Sjá einnig:
Pablo Mari stunginn í verslunarmiðstöð á Ítalíu
Marí frá í tvo mánuði eftir hnífaárásina
Pablo Mari: Ég sá einstakling deyja fyrir framan mig


Athugasemdir
banner
banner
banner