Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. október 2022 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Potter: Ekki besta tímasetningin til að fara frá Colwill og Gilmour
Mynd: EPA

Graham Potter hefur farið vel af stað við stjórnvölinn hjá Chelsea og var spurður út í tvo leikmenn sem hann fékk yfir til Brighton áður en hann sagði upp starfi sínu þar til að taka við Chelsea.


Leikmennirnir eru ungir og efnilegir og hefur Potter miklar mætur á þeim. Brighton keypti skoska miðjumanninn Billy Gilmour, 21 árs, í sumar áður en félagið fékk Levi Colwill að láni til að fylla í skarðið sem salan á Marc Cucurella skildi eftir.

„Levi og Billy eru báðir mjög góðir ungir leikmenn með bjarta framtíð. Þeir eru hjá góðu félagi og með mikið af góðu fólki í kringum sig sem mun hjálpa þeim að ná fram sínu besta," sagði Potter fyrir leik Chelsea gegn Brighton í dag.

„Þetta var augljóslega ekki besta tímasetningin fyrir mig til að fara frá þeim en þetta er bara partur af lífinu."

Chelsea er búið að vinna sex leiki og gera þrjú jafntefli undir stjórn Potter. Chelsea heimsækir Brighton í dag og verður það í fyrsta sinn sem Potter mætir sínum fyrrum vinnuveitendum eftir félagsskiptin.


Athugasemdir
banner
banner
banner