Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 29. október 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag óþolinmóður en neyðist til að bíða
Mynd: EPA

Manchester United virðist vera á réttri braut undir stjórn Erik ten Hag en hollenski þjálfarinn segist þurfa meiri tíma, þrátt fyrir að vera sjálfur óþolinmóður.


Man Utd er ósigrað í sjö leikjum í röð, komið upp úr riðlinum sínum í Evrópudeildinni og horfir fram á Meistaradeildarbaráttu í ensku úrvalsdeildinni.

„Því miður þá tekur tíma að þróa fótboltalið. Það er ekki hægt að fara beint úr 0 upp í 100. Maður verður að byggja góða undirstöðu áður en maður getur farið upp í 100. Ég er mjög óþolinmóð manneskja og hef ekki mikinn tíma en ég neyðist til að bíða," sagði Ten Hag.

„Ég sé batamerkin á liðinu, leikmenn eru byrjaðir að átta sig á því að við þurfum allir 11 að verjast saman. Uppspilið okkar er að verða betra með hverjum leiknum og núna verðum við að einbeita okkur að sóknarleiknum sem er erfiðasti parturinn. Ég vildi óska þess að við gætum klárað þetta ferli sem fyrst en þetta tekur tíma."

Síðasti tapleikur Man Utd kom gegn nágrönnunum í Manchester City þegar Rauðu djöflarnir fengu 6-3 skell. 

„Þetta var fyrsti leikur eftir landsleikjahlé og það var eins og við höfðum bara gleymt öllu. Við lærðum af þessu vegna þess að um leið og þú gerir mistök gegn City þá verður þér refsað. Strákarnir vilja ekki upplifa svona dag aftur og vita að þeir þurfa að gera betur til að geta keppt við lið sem eru í sama gæðaflokki og Man City."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner