fös 29. nóvember 2019 14:59
Elvar Geir Magnússon
Allegri mun ekki verða næsti stjóri Arsenal
Allegri.
Allegri.
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri verður ekki næsti stjóri Arsenal. Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir þetta en hann er með ansi góð sambönd í boltanum.

Romano segir að Allegri komi ekki til greina í starfið á Emirates leikvangnum en Arsenal er í stjóraleit eftir að Unai Emery var rekinn í morgun.

Freddie Ljungberg var ráðinn stjóri til bráðabirgða og stýrir Arsenal gegn Norwich á sunnudag.

Allegri hefur verið án starfs síðan hann yfirgaf Juventus í sumar en þar raðaði hann titlum. Hann var orðaður við Arsenal áður en Emery var ráðinn í maí 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner