Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. nóvember 2019 10:47
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti sagður á blaði hjá Arsenal
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Telegraph segir að Carlo Ancelotti sé meðal nafna á blaði hjá Arsenal en félagið er í stjóraleit eftir að Unai Emery var rekinn í morgun.

Freddie Ljungberg hefur verið ráðinn til bráðabirgða og mun stýra Arsenal gegn Norwich á sunnudaginn.

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, og Mikel Arteta, aðstoðarstjóri Manchester City, hafa einnig verið orðaðir við starfið.

Ancelotti er sextugur og hefur þrívegis á stjóraferlinum unnið Meistaradeildina. Hann er nú stjóri Napoli og er samningsbundinn ítalska félaginu út tímabilið.

Napoli hefur verið í brasi á tímabilinu og er í sjöunda sæti ítölsku A-deildarinnar, fimmtán stigum á eftir toppliði Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner