Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. nóvember 2019 12:10
Elvar Geir Magnússon
Arsenal búið að hafa samband við Nuno?
Mynd: Getty Images
Samkvæmt fréttum frá Frakklandi gæti Nuno Espirito Santo orðið næsti stjóri Arsenal.

Nuno hefur náð eftirtektarverðum árangri með Wolves og segir Mohamed Bouhafsi blaðamaður að Arsenal hafi þegar rætt við ráðgjafa hans.

Þá er sagt að Nuno hafi mikinn áhuga á starfinu. Unai Emery var rekinn frá Arsenal í morgun.

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, talaði um það fyrr í þessum mánuði að Arsenal ætti að horfa til Chris Wilder, stjóra Sheffield United, ef Unai Emery yrði rekinn.

„Chris Wilder hefur verið að gera frábæra hluti með Sheffield United og á einhverjum tímapunkti skilið að fá mjög stórt starf," sagði Merson við Daily Star.
Athugasemdir
banner
banner