Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 29. nóvember 2019 11:08
Elvar Geir Magnússon
Håland um Liverpool: Besta lið heims
Erling Braut Håland.
Erling Braut Håland.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn ungi Erling Braut Håland segir að Red Bull Salzburg geti unnið Liverpool, sem hann segir besta lið heims.

Salzburg tekur á móti Liverpool í desember vitandi að sigur kemur liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

„Liverpool er besta lið heims," segir Håland.

„En við erum öflugir á heimavelli og ef við náum fram okkar besta leik þá eigum við möguleika."

Håland kom af bekknum og skoraði í 4-1 sigri gegn Genk í vikunni. Hann hefur skorað 27 mörk í 19 leikjum á þessu tímabili og hefur verið orðaður við Manchester United.

Fyrri leikur Salzburg og Liverpool var stórskemmtilegur. Liverpool vann á endanum 4-3 sigur.
Athugasemdir
banner
banner
banner