banner
   fös 29. nóvember 2019 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson ekki viss um að Brewster yrði fyrsta nafn á blað
Brewster til hægri. Hann og Oxlade-Chamberlain með Meistaradeildarbikarinn.
Brewster til hægri. Hann og Oxlade-Chamberlain með Meistaradeildarbikarinn.
Mynd: Getty Images
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, segist ekki geta lofað Rhian Brewster, leikmanni Liverpool, spiltíma ef hann myndi fara til Palace á láni í janúar.

Hinn 19 ára gamli Brewster hefur leikið tvo leiki með aðalliði Liverpool á tímabilinu og hafa báðir leikirnir komið í deildabikarnum. Hann hefur aðeins einu sinni verið á bekknum í ensku úrvalsdeildinni.

Sú saga fer vaxandi að Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, muni íhuga að lána Brewster í janúarglugganum - svo lengi sem hann fái spiltíma.

Hodgson, stjóri Palace, var spurður út í framherjann efnilega og sagði hann: „Hann er góður leikmaður, það er engin spurning um það. Það eina sem ég myndi hafa áhyggjur af er að ég veit ekki hversu marga leiki hann myndi fá."

„Ef ég myndi tala við Jurgen þá gæti ég ekki lofað honum 100% að hann (Brewster) yrði fyrsta nafn á blað hjá mér."

Hodgson telur að Brewster og Klopp eigi að finna stað þar sem sóknarmaðurinn muni spila alla leiki.

Crystal Palace er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á meðan Liverpool er á toppnum og hefur ekki tapað leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner