Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 29. nóvember 2019 09:25
Elvar Geir Magnússon
Marco Silva skilur umræðuna um framtíð sína
Marco Silva spjallar við Gylfa.
Marco Silva spjallar við Gylfa.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Marco Silva, stjóri Everton, segist skilja að vangaveltur séu í gangi um framtíð sína en telur enn að hann sé rétti maðurinn til að snúa gengi Everton við.

Það er pressa á Silva en Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Þetta er eitthvað sem ég get ekki haft stjórn á," segir Silva en hann hitti eigandann Farhad Moshiri og yfirmann fótboltamála eftir tap gegn Norwich um síðustu helgi. Talið er að á fundinum hafi verið rætt um framtíð Silva.

„Samband okkar er mjög gott," segir sá portúgalski.

„Ég ræddi við þá á laugardag, ég ræddi við þá á sunnudag og ég ræddi við þá á mánudag. Við erum vanir því að ræða málin. Við viljum allir það sama, við viljum félaginu sem best og erum saman í þessari baráttu."

„Ég skil alveg umræðuna þó ég þekki hana ekki alla. Ég hef enga ástæðu til að hafa ekki trú á mínu starfi."

Talað hefur verið um að Everton gæti horft til David Moyes eða Mark Hughes út tímabilið ef hlutirnir batna ekki.

„Staðan er ekki nægilega góð en við erum sannfærðir um að geta snúið genginu við. Ég er alltaf jákvæður, líka á erfiðum stundum," segir Silva.

Margir stuðningsmenn Everton kölluðu „þú verður rekinn á morgun" eftir leikinn gegn Norwich.

„Ég var sjálfur pirraður með leikinn, þetta voru mikil vonbrigði. Við þurfum að skilja pirring stuðningsmanna og hvað þeir voru svekktir. Stuðningur þeirra er okkur mjög mikilvægur en við verðum að virða skoðanir þeirra."

Everton er að fara í erfiða leikjadagskrá en liðið mætir Leicester á sunnudag og svo koma leikir gegn Liverpool, Manchester United, Leicester í deildabikarnum og Arsenal.

„Við getum alveg náð í úrslitin sem við viljum í erfiðum leik gegn mjög góðu liði eins Leicester. En það er mikilvægt að stuðningsmenn haldi í trúna þó þeir séu ósáttir," segir Silva.
Athugasemdir
banner
banner