Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. nóvember 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho spurður út í Arsenal - Myndi segja nei við öll félög
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, var spurður að því á blaðamannafundi í dag hvort hann hefði tekið að sér stjórastarfið hjá Arsenal hefði það boðist honum áður en hann tók við Tottenham.

Unai Emery var rekinn frá Arsenal í morgun.

Mourinho hafði verið orðaður við Arsenal áður en hann var ráðinn til Tottenham í síðustu viku. Hann var ráðinn til Spurs degi eftir að Mauricio Pochettino var rekinn.

Svar Mourinho við spurningunni í dag var: „Ég græði ekkert á því að svara því. Ég er svo ánægður hérna að ég get ekki hugsað um möguleikann á öðru félagi. Ég myndi segja nei við hvaða félag sem er í heiminum núna."

Lærisveinar Mourinho í Tottenham munu mæta Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Báðir leikir Mourinho til þessa, gegn West Ham og Olympiakos, hafa unnist.
Athugasemdir
banner
banner
banner