Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 29. nóvember 2019 14:49
Elvar Geir Magnússon
Neville gagnrýnir leikmannahóp Arsenal
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, lætur leikmannahóp Arsenal heyra það.

Hann segir að geta liðsins sé ekki nægileg og að illa hafi verið staðið að verki þegar þessi hópur var settur saman.

Þá segir hann að Unai Emery, sem var rekinn í morgun, hafi verið sýnd mikil óvirðing.

„Síðustu vikur þá hefur honum verið sýnd óvirðing í nokkrum tilfellum. Hreimnum hans og mannorði hefur verið snúið upp í grín. Það hefur verið ansi óheppilegt. Staðreyndin er sú að hann er toppþjálfari sem fann sig ekki í tilteknu starfi," segir Neville.

„Án nokkurs vafa hafa leikmennirnir brugðist honum. Stjórinn tekur höggið, það er hans ábyrgð að gera liðið skipulagt. En sumir af þessum leikmönnum... ég hef gagnrýnt mitt félag síðustu ár fyrir stefnuna og leikmannakaup, en hjá Arsenal er þetta vandræðalegt."

„Svo við tölum hreint út. Það er ekki hægt að kenna sumum af varnarmönnum liðsins."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner