Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 29. nóvember 2019 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þurfum tíma til að aðlagast Mourinho"
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Giovani Lo Celso.
Giovani Lo Celso.
Mynd: Getty Images
Giovani Lo Celso, miðjumaður Tottenham, segir að það muni taka tíma að aðlagast Jose Mourinho og hans hugmyndum.

Mourinho var ráðinn til Tottenham í síðustu viku eftir að Mauricio Pochettino. Fyrstu tveir leikir Mourinho, gegn West Ham og Olympiakos, hafa báðir endað með 3-2 sigri Tottenham í vil.

Lo Celso, sem hefur verið á bekknum allan tímann í báðum leikjum Mourinho til þessa, segir að þrátt fyrir tvo sigra í tvo leikjum þá þurfi leikmannahópurinn tíma til að aðlagast að Mourinho.

„Við vitum að það tekur tíma þegar nýtt þjálfarateymi kemur inn, nýr þjálfari," sagði Lo Celso, sem er í láni hjá Spurs frá Betis, við Sky Sports.

„Það tekur tíma fyrir liðið að taka við hugmyndum hans - við vitum að þeir koma með nýjar aðferðir, nýjar áherslur og nýjar hugmyndir."

„Það var gott að byrja á sigri því það gefur sjálfstraust, ekki bara handa leikmönnunum, en líka þjálfarateyminu og þjálfaranum."

„Ég held að það muni taka tíma fyrir okkur að taka við hugmyndum hans og taktíkum að fullu, en við höfum byrjað vel og það er jákvætt."

Landi Lo Celso, varnarmaðurinn Juan Foyth, segir að Mourinho hafi komið inn í félagið án þess að gera stórar breytingar.

„Þegar hann kom, þá sagði hann að við yrðum að taka því rólega, við mættum ekki breyta öllu í fljótu bragði. Frá fyrsta degi hefur hann talað við alla leikmennina undir fjögur augu og í hópnum. Það hefur hjálpað," sagði Foyth.

Tottenham mætir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á morgun, en í næstu viku fer Mourinho á sinn gamla heimavöll þegar Spurs mætir Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner