Ásta Eir Árnadóttir tók þá ákvörðun í lok tímabilsins í ár að leggja skóna á hilluna. Hún kveður sviðið eftir farsælan feril; 278 meistaraflokksleiki með Breiðabliki, fjórtán mörk skoruð og tólf landsleikir spilaðir.
Hún er leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild, lék einungis með uppeldisfélagi sínu á sínum ferli fyrir utan leiki með háskólaliði Florida Atlantic í Bandaríkjunum.
Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari á sínum ferli. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, samherji hennar hjá Breiðabliki, ræddi um Ástu í viðtali við Fótbolta.net.
Hún er leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild, lék einungis með uppeldisfélagi sínu á sínum ferli fyrir utan leiki með háskólaliði Florida Atlantic í Bandaríkjunum.
Hún varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari á sínum ferli. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, samherji hennar hjá Breiðabliki, ræddi um Ástu í viðtali við Fótbolta.net.
„Það verður skrítið að vera ekki með Ástu lengur í liðinu, það er frekar leiðinlegt að hún sé hætt. Hún á allt það besta skilið og hún hefur skilað sínu fyrir liðið, landið og þjóð. Ég er mjög stolt af henni," segir Munda.
„Hún er goðsögn hjá félaginu, hefur verið allan sinn feril í Breiðabliki, spilað fullt af leikjum og haft rosaleg áhrif, sama hvort hún hafi spilað á kanti, í bakverði eða þar sem hún endaði: í hafsent."
Ásta átti frábært lokatímabil á ferlinum, varð Íslandsmeistari og var valin í lið ársins hér hjá Fótoblta.net. Eins og Munda nefnir þá lék Ásta sem miðvörður á síðasta tímabili.
Athugasemdir