fös 29. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ajax vill ekki selja David Neres í janúar
David Neres og Justin Kluivert fagna.
David Neres og Justin Kluivert fagna.
Mynd: Getty Images
David Neres, oft kallaður litli Neymar, er gríðarlega eftirsóttur um alla Evrópu.

AC Milan, Juventus, Manchester United, Arsenal og Tottenham hafa öll verið að fylgjast með honum.

Neres er búinn skora 8 mörk og leggja 9 upp í 16 deildarleikjum og er Ajax í öðru sæti, fimm stigum frá toppliði PSV Eindhoven.

Ajax er búið að segja það ansi skýrt að Neres verði ekki seldur í janúar, en fregnir frá Ítalíu herma að Milan sé að undirbúa 25 milljón evra tilboð.

Neres, sem verður 21 árs í mars, er fjölhæfur sóknarmaður og á 9 leiki að baki fyrir U20 landslið Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner