Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. desember 2017 11:30
Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar: Mikill heiður að lenda í 2. sæti
Aron Einar endaði í 2. sæti og Gylfi í því þriðja.
Aron Einar endaði í 2. sæti og Gylfi í því þriðja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska landsliðsins er ánægður með sitt hlutskipti í kjöri til Íþróttamanns ársins 2017 þar sem hann endaði í 2. sæti á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur golfkonu sem vann kjörið.

Hann sagði á Twitter í dag að það væri heiður að enda í 2. sætinu en Aron Einar leiddi íslenska liðið sem vann riðil sinn í undankeppni HM og leikur því á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar. Árangur liðsins skilaði svo því að Ísland fékk sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar.

„Mikill heiður að enda í öðru sæti sem íþróttamaður ársins úr þessum frábæra hópi íþróttamanna, til hamingju Ólafía og allir hinir sem voru tilnefndir. Næsta ár verður enn betra," skrifaði Aron Einar á Twitter í dag.




Athugasemdir
banner
banner
banner