Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. desember 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Aron Jó gaf Mikael Darra treyju og skó
Mynd: Aðsend
81 árgangurinn í Foldaskóla í Grafarvogi safnaði í sumar rúmlega einni milljón íslenskra króna safnaðist fyrir Mikael Darra Magnússon með hjálp frá Gylfa Þór Sigurðssyni, Aroni Jóhannssyni og fleirum.

Áritaðar treyjur voru boðnar upp til styrktar Mikael Darra en hann hefur verið að glíma við bráðahvítblæði í mergfrumum (AML hvítblæði)

Mikael Darri hefur staðið sig eins og hetja í veikindum sínum og er kominn heim til fjölskyldu sinnar.

Í dag fékk Mikael Darri heimsókn frá sjálfum Aroni Jóhannssyni leikmanni Werder Bremen og kom hann með Werder Bremen treyju og skó merkta Aroni Jóhanns sem hann áritaði fyrir Mikael Darra.

„Fjölskylda Mikaels Darra vill koma fram þökkum til allra þeirra sem studdu við bakið á fjölskyldunni á þessu ári og sérstaklega til Arons Jóhannssonar og Gylfa Sigurðssonar og annarra bakhjarla sem veittu vinninga í happdrættinu fyrr í sumar. Við óskum ykkur farsæls komandi árs og áfram Ísland!" segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.
Athugasemdir
banner
banner