Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 29. desember 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
Karakter ársins 2017
Aron Einar og íslenska landsliðið koma við sögu í vali á karakter ársins.
Aron Einar og íslenska landsliðið koma við sögu í vali á karakter ársins.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Pyry Soiri landsliðsmaður FInna.
Pyry Soiri landsliðsmaður FInna.
Mynd: Einar Hermannsson
Fótboltaárinu árið 2017. fer nú senn að ljúka og af því tilefni fékk Fótbolti.net nokkra álitsgjafa til að gera upp árið. Álitsgjöfunum er skipt upp í flokka og hér að neðan má sjá val á karakter ársins 2017.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, alþingiskona

Innlent: Karakter ársins innanlands sem lið er auðvitað íslenska karlalandsliðið. Stórkostlegur árangur og lið sem sýnir ótrúlegan karakter á vellinum í leik eftir leik. Liðsheildin og stemningin einstök. En mér finnst einnig ef ég ætti að velja einn leikmann að fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, Sara Björk, sýna einstakan karakter á vellinum, með mikið keppnisskap og leiðir landsliðið með sóma. Það er ekki annað hægt en að taka eftir henni á vellinum.

<>Erlent: Karakter ársins erlendis hlýtur í ár að vera stórvinur okkar Íslendinga Pyry Soiri. Hann átti svolítið skemmtilegan þátt í leið okkar á HM og mér finnst hann eiga þennan titil fyllilega skilið.

Hörður Snævar Jónsson, 433.is

Innlent: Það er ekki hægt að nefna orðið karakter á Íslandi og nefna ekki til sögunnar Aron Einar Gunnarsson. Fórnar sér fyrir land og þjóð í hverju einasta verkefni landsliðsins, kemur oftar en ekki meiddur inn í landsliðsverkefni en tjaslar sér saman. Ástríðan er ótrúleg og hann myndi eflaust skottast inn á völlinn í Rússlandi fótbrotinn ef þess þyrfti. Karakter ársins hér heima, ekki spurning.

Erlent: Ég ætla að gefa Sean Dyche stjóra Burnley þetta, geggjaður karakter sem hefur náð að taka Jóhann Berg og félaga upp í hæstu hæðir. Með eitt minnsta budgetið í ensku úrvalsdeildinni en nær að finna réttu karakterana í sitt lið til að ná árangri. Svo er röddin hans svo geggjuð, hún öskrar á mann að þetta sé geggjaður karakter.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur

Innlent: Ólafur Jóhannesson. Það er mjög auðvelt að tala um Íslensku landsliðin, karla og kvenna, og þá sem að þeim koma en ég ætla nefna gamla refinn Óla Jó. Óli fer sínar eigin leiðir og er algjörlega óútreiknanlegur. Hann ásamt Bjössa Hreiðars eru hreinlega búnir að vekja upp gamla stórveldið Val og mér sýnist þeir ekkert vera að fara að slaka á klónni þar á næstu árum eða jafnvel áratug. Óli er afskaplega skemmtilegur náungi og frumlegur í allri nálgun. Hann er ávallt til í að gefa okkur yngri þjálfurum góð ráð og segi ég óhikað að af öllum þjálfurum Pepsídeildarinnar í sumar lærði ég mest af Ólafi Jóhannessyni.

Erlent: Antonio Conte. Þessi ítalski herramaður hef svo sannarlega sett mark sitt á enska boltann. Hann mætti til Englands nánast ótalandi á ensku með sína eigin uppskrift af fótbolta og kokkaði hana ofan í þá sem voru fullir af efasemdum því menn höfðu ákveðið það að það væri ekki hægt að spila hans leikkerfi í enska boltanum. Út úr ofninum kom ótrúlega frumlegt og skemmtilegt Chelsea lið sem spilaði liða best og varð verðskuldað enskur meistari. Conte er mikill sigurvegari og lætur ekki einhverja "sérfræðinga" segja sér hvernig spila á leikinn heldur er hann trúr sínu og nær ótrúlegum árangri með sinni hugmyndafræði.
Athugasemdir
banner
banner