Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 29. desember 2017 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea skilaði hagnaði og setti veltumet
Mynd: Getty Images
Í uppgjöri Chelsea fyrir tímabilið 2016-17 er ljóst að félagið setti veltumet og skilaði 15.3 milljónum punda í hagnað.

Velta félagsins var 361.3 milljónir, 9.8% meira en 329.1 milljón frá tímabilinu 2015-16.

„Það er ánægjulegt að félaginu hafi tekist að vinna deildina og skila hagnaði á sama tímabili," sagði Bruce Buck, formaður Chelsea.

„Þessar tölur sýna fram á stærð og styrk félagsins, að bæta veltumetið án þess að spila í Meistaradeildinni er magnað afrek.

„Stuðningsmenn félagsins eiga hrós og þakkir skilið. Það eru þeir sem gera félaginu kleift að ganga svona vel."


Búist er við að hagnaður og velta Chelsea aukist enn frekar á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner