Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 29. desember 2017 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Del Piero afhenti Ronaldo enn ein verðlaunin
Mynd: Twitter
Cristiano Ronaldo veður í verðlaunum um þessar mundir og hlaut hann Globe Soccer Awards verðlaunin fyrir að vera besti leikmaður ársins.

Verðlaunin eru veitt af umboðsmannasamtökunum EFAA og knattspyrnufélagasamtökunum ECA.

Verðlaununum hefur bókstaflega rignt yfir Ronaldo síðustu daga enda átti hann frábært ár þar sem hann vann spænsku deildina og Meistaradeildina með Real Madrid.

„Þetta er sérstök stund fyrir mig og er ég mjög ánægður að hljóta þessi verðlaun. Ég vil þakka liðsfélögunum, þjálfaranum og öllu félaginu því ég væri ekki hér án þeirra," sagði Ronaldo þegar Alessandro Del Piero afhenti honum verðlaunin.

„Þetta var stórkostlegt ár, bæði fyrir liðið mitt og mig sem einstakling. Ég er glaður og vil þakka öllum fyrir sem greiddu atkvæði með mér - endilega gerið það aftur á næsta ári."
Athugasemdir
banner
banner