Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 29. desember 2017 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Henry: Tvöföld refsing að missa Özil og Alexis frítt
Henry er goðsögn hjá Arsenal og starfar nú sem knattspyrnusérfræðingur.
Henry er goðsögn hjá Arsenal og starfar nú sem knattspyrnusérfræðingur.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry telur að Arsenal eigi að losa sig við Mesut Özil og Alexis Sanchez í janúarglugganum.

Henry segir að það sé betra að fá einhvern pening fyrir þá frekar en að missa þá frítt í sumar, þegar samningarnir renna út.

Alexis vill fara til Manchester City en óljóst er hvert förinni er heitið fyrir Özil. Fenerbahce og Barcelona hafa verið orðuð við hann auk Manchester United.

„Alexis og Mesut eru leikmenn sem öll lið myndu sakna. Þetta eru hágæða leikmenn, en það er fáránlegt að láta þá fara frítt. Það er fáránlegt að taka ekki við pening ef þú missir leikmennina hvort sem er næsta sumar," sagði Henry.

„Þetta er eins og tvöföld refsing. Þú ert að missa lykilmenn og þú ert að missa þá frítt. Þetta svipað og þegar ég fór, þegar Robin van Persie fór. Þá vorum við seldir áður en samningurinn rann út, af hverju ekki gera það núna?"
Athugasemdir
banner
banner