Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 29. desember 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Jói Berg: Margir stuðningsmenn United ósáttir við mig
Jóhann Berg í leiknum á Old Trafford í vikunni.
Jóhann Berg í leiknum á Old Trafford í vikunni.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson var valinn maður leiksins þegar Burnley gerði 2-2 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í vikunni.

„United er líkleag stærsta liðið hjá fólki heima á Íslandi svo það eru margir stuðningsmenn þar sem verða ekki ánægðir með mig," sagði Jóhann í viðtali við Burnley Express eftir leikinn.

Burnley náði í stig á Old Trafford annað tímabilið í röð. „Við gerðum þetta líka á síðasta timabili svo þetta gengur vel. Það var líka jafntefli á síðasta timabili svo ég hef aldrei tapað á þessum leikvangi. Það er ekki slæmt."

„Þetta sýnir hversu langt við höfum náð sem lið, sérstaklega miðað við síðasta tímabil. Við höfum vaxið sem lið og erum að spila frábæran fótbolta á köflum."

„Við viljum berjast á þessum enda töflunnar frekar en á hinum endanum. Við erum að gera frábæra hluti,"
sagði Jóhann en Burnley er í 7. sæti í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner