fös 29. desember 2017 10:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Mail 
Klúður hjá Everton - Liverpool stuðningsmenn á bolnum
Á myndinni má sjá bolinn í vefverslun Everton og svo upprunalegu myndina í myndabanka.
Á myndinni má sjá bolinn í vefverslun Everton og svo upprunalegu myndina í myndabanka.
Mynd: Everton
Vandræðalegt atvik kom upp í verslun Everton á dögunum þegar í ljós kom að félagið væri að selja bol með mynd af stuðningsmönnum erkiféndanna í Liverpool.

Um var að ræða bol með svarthvítri mynd af stuðningsmönnum í stúkunni en búið var að setja bláan tón yfir myndina og félagsmerki Everton.

Glöggir stuðningsmenn tóku eftir því að myndin væri ekki af stuðningsmönnum Everton heldur tekin í Kop stúku Liverpool af stuðningsmönnum þeirra rauðu.

Myndin er tekin á leik Liverpool og Leeds 28. apríl 1969 þegar Bill Shankly stýrði Liverpool. Þar má augljóslega sjá gluggana sem eru efst í stúkunni og meira að segja Liverpool fána.

Enginn hjá Everton fékkst til að tjá sig um málið við Daily Mail en blaðið segir að þar á bæ séu menn brjálaðir yfir þessu klúðri og hafi fjarlægt vöruna strax úr hillum verslunarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner