Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. desember 2017 16:16
Elvar Geir Magnússon
Stjórnarformaður Swansea íhugar að stíga til hliðar
Huw Jenkins.
Huw Jenkins.
Mynd: Getty Images
Huw Jenkins viðurkennir að staða sín sem stjórnarformaður Swansea verði mjög veik ef liðið fellur úr ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Hann íhugar að stíga til hliðar eftir tímabilið.

Í nýju viðtali segir hann að Paul Clement hefði átt að vera rekinn fyrr úr stjórastólnum og segir að sín stærsta eftirsjá sé að hafa ekki ráðið Brendan Rodgers fyrir átján mánuðum.

Swansea er límt við botn ensku úrvalsdeildarinnar en Carlos Carvalhal var ráðinn knattspyrnustjóri í vikunni.

„Ég þarf að taka ábyrgð. Mín stærsta eftrisjá er að hafa ekki lagt allt kapp á að fá Brendan hingað aftur. Ég leyni því ekki. Ég hefði átt að bregðast öðruvísi við," segir Jenkins.

Rodgers er fyrrum stjóri Swansea en hann stýrir í dag Skotlandsmeisturum Celtic.
Athugasemdir
banner
banner
banner