Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 29. desember 2017 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Cesc reyndi ekki að kasta í Ferguson
Wenger er aðeins einum leik frá því að bæta met Sir Alex.
Wenger er aðeins einum leik frá því að bæta met Sir Alex.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger fór í viðtal við Sky Sports þar sem hann rifjaði upp nokkur af stærstu atvikum stjóratíðarinnar hjá Arsenal.

Wenger er við það að bæta met Sir Alex Ferguson, sem stýrði Manchester United 810 sinnum í ensku úrvalsdeildinni. Wenger jafnaði metið gegn Crystal Palace í gærkvöldi og mun bæta það á gamlársdag, gegn West Bromwich Albion.

Wenger rifjaði upp þegar Sol Campbell var fenginn frá erkifjendunum í Tottenham. Hann vorkenndi varnarmanninum sterka fyrir alla neikvæðu athyglina.

„Við náðum að halda þessu frá fjölmiðlum til að byrja með. Svo sprakk þetta allt og þá vorkenndi ég Sol, hann þurfti að takast á við mikið hatur," sagði Wenger.

Hápunktur ferilsins hjá Wenger er að fara taplaus gegnum heilt tímabil. Það gerðist 2003-04.

„Við tryggðum okkur titilinn þegar fimm leikir voru eftir af tímabilinu. Strákarnir áttuðu sig engan veginn á mikilvægi þess að gera vel í síðustu leikjunum og tapa þeim ekki, til að fara taplausir gegnum heilt tímabil.

„Ég ýtti þeim áfram og við töpuðum ekki fyrr en á næsta tímabili, gegn Manchester United. Þá vorum við óheppnir því Fredrik Ljungberg slapp í gegn og Rio Ferdinand braut á honum en ekkert var dæmt."


Hinn alræmdi pizzuskandall átti sér stað í göngunum eftir leikinn þar sem Cesc Fabregas kastaði pizzasneið í Sir Alex Ferguson í látunum.

„Það var barist eftir leikinn, leikmannagöngin á Old Trafford eru frekar þröng. Cesc kastaði pizzu í Ferguson! Ég held að Cesc hafi ekki verið að reyna að kasta í stjórann, þetta var tilviljun.

„Við áttum mjög erfitt eftir þetta tap. Við töpuðum fleiri leikjum og sjálfstraustið hvarf. Við vorum ósigrandi og svo allt í einu var hægt að vinna okkur. Það var skellur fyrir stóran hluta hópsins."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner