Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 29. desember 2017 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi: City besta liðið í Evrópu
Mynd: Getty Images
Xavi segist sjá margt svipað með leikstíl Barcelona og Manchester City undir stjórn Pep Guardiola.

Man City er með fimmtán stiga forystu á toppi ensku deildarinnar um þessar mundir, sem er met eftir 20 umferðir.

Xavi telur City vera besta lið Evrópu um þessar mundir og er vissulega ekki einn um það.

„Það kemur ekki á óvart að City er að spila eins og Barcelona. Pep er með Barcelona DNA og smitar það til lærlinga sinna," sagði Xavi.

„Þeir spila stórkostlegan fótbolta og eru besta liðið í Evrópu um þessar mundir. Pep á allt hrós skilið fyrir að byggja þetta lið upp. Hann er fæddur sigurvegari."

Xavi segir að Pep sé búinn að svara öllum þeim gagnrýnisröddum sem sögðu hann ekki geta aðlagast enska boltanum.

„Á síðasta tímabili sögðu allir að Pep þyrfti að breyta leikstílnum til að ganga betur í úrvalsdeildinni. Hann hélt áfram á sinni braut og núna er sama fólk að segja að City liðið hans sé að spila besta fótbolta í sögu enska boltans."
Athugasemdir
banner
banner