Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. desember 2019 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Áhugi Man Utd á Haaland minnkaði út af riftunarverði
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Mino Raiola er umboðsmaður Haaland.
Mino Raiola er umboðsmaður Haaland.
Mynd: Getty Images
Norski framherjinn Erling Braut Haaland skrifaði í dag undir samning við Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Haaland hefur raðað inn mörkunum með Red Bull Salzburg í Austurríki í vetur og vakið mikla athygli, hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester United og Juventus undanfarnar vikur.

Hinn 19 ára gamli Haaland skrifar undir fjögurra og hálfs árs samning við Dortmund og verður leikmaður félagsins frá og með 3. janúar.

Talið er að Dortmund hafi borgað riftunarverð fyrir kappann sem er sagt vera 18 milljónir punda.

Man Utd hafði áhuga á framherjanum. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, vann með honum hjá norska félaginu Molde 2017 og 2018. Guardian segir frá því í dag að áhugi Man Utd hafi minnkað á endanum eftir kröfur Mino Raiola, umboðsmanns Haaland, og föður hans, Alf-Inge Håland. Þeir vildu hafa riftunarverð í samningi hans og hafa þannig meiri völd er kemur að framtíðarsölu.

Í grein Guardian kemur einnig fram að Raiola hafi fengið 10 milljón evra greiðslu fyrir söluna á Haaland frá Salzburg til Dortmund.

Sam Pilger, sem skrifar meðal annars fyrir The Athletic, tekur undir þetta. Hann segir að United hafi verið tilbúið að borga kaupverðið og launapakka Haaland, en riftunarverð í samningi hans hafi ekki komið til greina.

Rob Dawson segir að Raiola og hans teymi hafi viljað riftunarverð og prósentu af framtíðarsölu í samning Haaland. United hafi ekki viljað það, en Dortmund hafi mögulega samþykkt.


Athugasemdir
banner
banner
banner