Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 29. desember 2019 14:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Ancelotti um Calvert-Lewin: Hann hefur allt til að verða frábær framherji
Dominic Calvert-Lewin fagnar ásamt félögum sínum í Newcastle í gær.
Dominic Calvert-Lewin fagnar ásamt félögum sínum í Newcastle í gær.
Mynd: Getty Images
Everton hefur byrjað mjög vel undir stjórn Carlo Ancelotti sem tók við liðinu á dögunum, tveir leikir, tveir sigrar.

Á öðrum degi jóla fengu þeir Burnley í heimsókn, þá unnu þeir 1-0 með marki Dominic Calvert-Lewin, hann reyndist aftur hetjan í gær þegar Everton sigraði Newcastle, 1-2. Calvert-Lewin skoraði bæði mörk gestanna.

Ancelotti er ánægður með Calvert-Lewin og hefur mikla trú á honum.

„Calvert-Lewin finnst mér vera frábær framherji, frábær skallamaður, klár í teignum og ákveðinn. Hann er ungur og á eftir að bæta sig enn meira, hann er auðmjúkur strákur sem talar ekki mikið."

„Ég held að hann hafi það sem þarf til að verða með bestu framherjum Englands og Evrópu. Hann hefur allt sem þarf til að verða frábær framherji," sagði Ancelotti.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner