Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 29. desember 2019 11:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Arteta: Arsenal er stærsta félagið á Englandi
Mikel Arteta stýrir Arsenal í annað skiptið í dag.
Mikel Arteta stýrir Arsenal í annað skiptið í dag.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta hefur stórt verkefni fyrir höndum en hann tók við Arsenal fyrr í þessum mánuði, gengi liðsins það sem af er tímabili hefur verið langt undir væntingum.

Hann náði í eitt stig úr fyrsta leik sínum við stjórnvölin, það var 1-1 jafntefli við Bournemouth á öðrum degi jóla. Í dag er verkefnið heldur stærra, nágrannar þeirra í Chelsea koma í heimsókn.

Arteta vill koma Arsenal á þann stað sem það á heima að nýju.

„Við erum stærsta félagið á Englandi og við þurfum að reyna spila með það að sjónarmiði, við verðum að trúa. Við þurfum að gera þennan völl að sama stað og hann var, að lið óttist að koma hingað. Ég hataði að koma hingað sem andstæðingur, við þurfum að breyta þessu," sagði Arteta.

Flautað verður til leiks í viðureign Arsenal og Chelsea klukkan 14:00.
Athugasemdir
banner
banner