Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. desember 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Beckham að ráða sinn fyrsta þjálfara í Miami
Diego Alonso er að taka við Inter Miami.
Diego Alonso er að taka við Inter Miami.
Mynd: Getty Images
Miami Herald segir að Inter Miami sé við það að ráða Diego Alonso sem fyrsta þjálfara sinn. Hann verður kynntur til leiks á morgun.

David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United og Real Madrid meðal annars, er eigandi Inter Miami sem mun hefja leik í MLS-deildinni á næsta ári.

Þjálfarar eins og David Moyes, Patrick Vieira, Marcelo Gallardo og Roberto Martinez hafa verið orðaðir við starfið, en það verður væntanlega Alonso sem verður ráðinn.

Alonso er 44 ára gamall og frá Úrúgvæ. Hann þjálfaði síðast Monterrey í Mexíkó, en hann þjálfaði þar áður Pachua, einnig í Mexíkó, frá 2014 til 2018. Hann hefur einnig þjálfað í Úrúgvæ og Paragvæ.

Þrátt fyrir að hafa unnið Meistaradeildina í CONCACAF með Monterrey í maí síðastliðnum, þá var hann rekinn frá félaginu í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner