Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 29. desember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Busquets mikilvægastur í Barcelona að mati kollega síns
Busquets og Casemiro í baráttunni.
Busquets og Casemiro í baráttunni.
Mynd: Getty Images
Casemiro, miðjumaður Real Madrid, ber mikla virðingu fyrir kollega sínum Sergio Busquets hjá Barcelona.

Hann segir að Busquets sé mikilvægasti leikmaður Barcelona ásamt argentíska snillingnum Lionel Messi - hann sé jafnvel sá mikilvægasti í liði Barcelona.

„Ásamt Messi þá hefur Busquets verið mikilvægasti leikmaður Barcelona undanfarin ár. Við tölum um Messi, Suarez og þar áður Neymar, en Busquets er að mínu mati mikilvægasti leikmaðurinn í liðinu," sagði Casemiro.

„Hann er einn af bestu varnarsinnuðu miðjumönnunum. Hann er öðruvísi leikmaður en ég. Hann er kannski ekki jafnsterkur líkamlega og ég, en hann er alltaf frábærlega staðsettur."

Casemiro var að svara Busquets, en spænski miðjumaðurinn sagði á dögunum að hann væri að læra af Casemiro og hans leikstíl.

Busquets er 31 árs, en hann hefur verið öflugur í liði Barcelona frá 2008. Hann hefur spilað meira en 550 leiki fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner