Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. desember 2019 13:09
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Byrjunarlið Arsenal og Chelsea: Lundúnaslagur á Emirates
Arsenal tekur á móti Chelsea klukkan 14:00.
Arsenal tekur á móti Chelsea klukkan 14:00.
Mynd: Getty Images
Það er flottur sunnudagur framundan á Englandi, fyrsti leikur dagsins fer fram á Emirates leikvangnum í Lundúnum þar sem Arsenal tekur á móti Chelsea.

Gengi þessara félaga hefur oft verið betra þegar þau hafa mæst, Chelsea er í 4. sæti með 32 stig með nokkur lið á hælunum og því væri sigur mjög dýrmætur í dag. Arsenal er í 12. sæti, sex stigum frá fallsæti en átta stigum frá Meistaradeildarsæti.

Arsenal gerði jafntefli við Bournemouth í síðustu umferð og á sama tíma tapaði Chelsea á heimavelli gegn Southampton.

Það vekur athygli að það er enginn Granit Xhaka í leikmannahópi Arsenal í dag, hann er sagður á förum frá félaginu í janúar.

Flautað verður til leiks á Emirates leikvangnum klukkan 14:00.

Uppfært 13:19.
Arsenal greindi frá því nú rétt í þessu að Granit Xhaka sé ekki með í dag vegna veikinda.

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Maitland-Niles, Chambers, Luiz, Saka, Guendouzi, Torreira, Nelson, Ozil, Aubameyang, Lacazette.

Varamenn: Martinez, Mustafi, Mavropanos, Willock, Smith Rowe, John-Jules, Pepe.

Byrjunarlið Chelsea: Kepa, Rudiger, Zouma, Tomori, Azpilicueta, Kovacic, Kante, Emerson, Mount, Willian, Abraham.

Varamenn: Caballero, Christensen, Lamptey, Jorginho, Barkley, Hudson-Odoi, Batshuayi.

Athugasemdir
banner
banner
banner