Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 29. desember 2019 15:34
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Byrjunarlið Liverpool og Wolves: Hvað gera Úlfarnir á Anfield?
Frá sigri Liverpool á King Power vellinum.
Frá sigri Liverpool á King Power vellinum.
Mynd: Getty Images
Það er flottur leikur á dagskrá ensku úrvalsdeildarinnar í dag klukkan 16:30 þegar Liverpool fær Wolves í heimsókn.

Eins og flestir vita þá situr Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með nokkuð stórt forskot á liðið í 2. sæti sem er Leicester, það var einmitt síðasti andstæðingur Liverpool en þeir heimsótti King Power völlinn á öðrum degi jóla og unnu þar sannfærandi sigur, 0-4.

Úlfarnir koma einnig með mikið sjálfstraust inn í leikinn, þeir fengu Manchester City í heimsókn á föstudagskvöldið þar sem heimamenn höfðu betur eftir að hafa lent 0-2 undir, niðurstaðan 3-2 sigur Úlfanna þar. Wolves er í 7. sæti með 30 stig.

Það er greinilega einhver þreyta í leikmannahópi Wolves enda ekki liðnir tveir sólarhringar frá síðasta leik, Nuno knattspyrnustjóri Wolves breytir liðinu talsvert frá sigrinum á Manchester City. Leikmenn eins og Jimenez og Traore byrja á bekknum en þeir skoruðu báðir á föstudaginn.

Jurgen Klopp gerir eina breytingu frá sigrinum gegn Leicester, Lallana kemur inn fyrir Keita.

Byrjunarlið Liverpool:Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Lallana, Henderson, Wijnaldum, Salah, Firmino, Mane.

Varamenn: Adrian, Milner, Keita, Origi, Jones, Elliott, Williams.

Byrjunarlið Wolves: Patricio, Dendoncker, Coady, Bennett, Kilman, Neves, Moutinho, Jonny, Neto, Vinagre, Jota.

Varamenn: Ruddy, Doherty, Jimenez, Cutrone, Saiss, Traore, Otasowie.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner