Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 29. desember 2019 17:18
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Championship: Ótrúleg dramatík er Leeds vann í níu marka leik
Leeds vann magnaðan sigur á Birmingham.
Leeds vann magnaðan sigur á Birmingham.
Mynd: Getty Images
West Brom var á toppnum fyrir leiki dagsins en tapaði fyrir Middlesbrough og Leeds tók toppsætið.
West Brom var á toppnum fyrir leiki dagsins en tapaði fyrir Middlesbrough og Leeds tók toppsætið.
Mynd: Getty Images
Ellefu leikir fóru fram í Championship deildinni nú síðdegis, 25. umferðin hófst í dag og henni lýkur á morgun með leik Derby og Charlton.

Það fór fram magnaður leikur í Birmingham, þar tóku heimamenn á móti Leeds sem er að berjast við WBA um toppsætið. Leeds var komið í 0-2 eftir 21. mínútu, Helder Costa og Jack Harrison skoruðu mörkin. Jude Bellingham minnkaði muninn á 26. mínútu, staðan 1-2 í hálfleik.

Lucas Jutkiewicz jafnaði metin á 61. mínútu, leikurinn var aðeins jafn í átta mínútur því Luke Ayling kom Leeds aftur í forystu og fjörið bara rétt að byrja.

Jeremie Bela jafnaði metin fyrir Birmingham á 82. mínútu, ekki hélst staðan lengi jöfn því Stuart Dallas skoraði fjórða mark gestanna tveimur mínútum síðar. Aftur tókst heimamönnum að jafna þegar komið var fram í uppbótartíma, það gerði Lucas Jutkiewicz.

En aftur fór boltinn í net Birmingham manna, að þessu sinni fór boltinn af Wes Harding varnarmanni heimamanna og í eigið net, það var því sjálfsmark sem skaut Leeds upp fyrir WBA sem tapaði gegn Middlesbrough 0-2.

Jón Daði Böðvarsson lék síðustu tíu mínúturnar þegar lið hans Millwall sigraði Brentford, 1-0 með marki frá Aiden OBrien. Millwall er í 11. sæti

Bobby Reid tryggði Fulham 1-0 sigur á Stoke City, Fulham er í 3. sæti en Stoke í 21. sæti. Bristol City vann Luton 3-0 og Huddersfield hafði betur gegn Blackburn 2-1.

Nott. Forest sigraði Wigan 1-0 og eru nú 40 stig í 5. sæti. Reading vann útisigur á Preston og Hull City gerði það sama gegn QPR. Cardiff vann Sheffield Wed. 1-2 og Swansea og Barnsley skildu jöfn.

Birmingham 4 - 5 Leeds
0-1 Helder Costa ('15 )
0-2 Jack Harrison ('21 )
1-2 Jude Bellingham ('26 )
2-2 Lucas Jutkiewicz ('61 )
2-3 Luke Ayling ('69 )
3-3 Jeremie Bela ('82 )
3-4 Stuart Dallas ('84 )
4-4 Lucas Jutkiewicz ('90 )
4-5 Wes Harding, sjálfsmark ('90 )

Bristol City 3 - 0 Luton
1-0 Marley Watkins ('4 )
2-0 Famara Diedhiou ('45 , víti)
3-0 Andreas Weimann ('66 )

Fulham 1 - 0 Stoke City
1-0 Bobby Reid ('26 )

Huddersfield 2 - 1 Blackburn
0-1 Danny Graham ('7 )
1-1 Jon Stankovic ('25 )
2-1 Steve Mounie ('71 )

Millwall 1 - 0 Brentford
1-0 Aiden OBrien ('8 )

Nott. Forest 1 - 0 Wigan
1-0 Tobias Figueiredo ('59 )

Preston NE 0 - 2 Reading
0-1 John Swift ('12 )
0-2 Lucas Joao ('16 )

QPR 1 - 2 Hull City
1-0 Ilias Chair ('20 )
1-1 George Honeyman ('32 )
1-2 Jackson Irvine ('89 )

Sheffield Wed 1 - 2 Cardiff City
0-1 Robert Glatzel ('5 )
0-2 Junior Hoilett ('8 )
1-2 Tom Lees ('18 )

Swansea 0 - 0 Barnsley

West Brom 0 - 2 Middlesbrough
0-1 Daniel Ayala ('17 )
0-2 Ashley Fletcher ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner