Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 29. desember 2019 17:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Luiz: Arteta á eftir að verða einn sá besti
Luiz í leiknum í dag.
Luiz í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
David Luiz spilaði í vörn Arsenal í 2-1 tapi gegn Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Arsenal missti frá sér 1-0 forystu á síðustu tíu mínútum leiksins.

„Í fyrri hálfleiknum vorum við betri, og þeir voru betri í seinni hálfleik. Við reyndum allt sem við gátum," sagði Luiz í viðtali við Sky Sports eftir leik.

„Við verðum að læra fljótt, við erum ekki í góðri stöðu í deildinni. Þetta hefur ekki verið gott ár, en við getum enn lært og bætt okkur."

Þetta var annar leikur Mikel Arteta við stjórnvölinn hjá Arsenal. Hann stýrði liðinu gegn Bournemouth í 1-1 jafntefli á öðrum degi jóla og í dag, í 2-1 tapi gegn Chelsea. Næst leikur er gegn Manchester United á nýársdag.

„Mikel Arteta er að reyna að koma inn með hugmyndafræði sína eins fljótt og mögulegt er. Við erum með leikmenn með mikil gæði, leikmenn sem verða í hæsta klassa í framtíðinni og þeir eru að reyna að læra fljótt."

„Það er undir okkur komið að ná í stig vegna þess að við þurfum á þeim að halda," sagði Luiz, en Arsenal er í 12. sæti með 24 stig að 20 leikjum loknum.

Luiz hefur mikla trú á Arteta, sem var aðstoðarstjóri Man City áður en hann tók við Arsenal.

„Að mínu mati á hann eftir að verða einn besti þjálfari í heimi í framtíðinni. Ég er heppinn að hafa spilað hjá mörgum frábærum þjálfurum. Hann er gáfaður, sniðugur og á eftir að verða einn sá besti. Við verðum að hjálpa honum að verða það."
Athugasemdir
banner
banner