Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. desember 2019 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Átján sigrar í 19 leikjum hjá Liverpool - VAR í báðum mörkum
Liverpool er með 13 stiga forskot.
Liverpool er með 13 stiga forskot.
Mynd: Getty Images
Úlfarnir voru svekktir með niðurstöðu VAR.
Úlfarnir voru svekktir með niðurstöðu VAR.
Mynd: Getty Images
Liverpool 1 - 0 Wolves
1-0 Sadio Mane ('42 )

Liverpool landaði sigri gegn Úlfunum í leik sem var að klárast á Anfield rétt í þessu.

Liverpool náði að brjóta ísinn á 42. mínútu þegar Sadio Mane skoraði. Markið var dæmt í fyrstu, dæmd hendi á Adam Lallana. Það var hins vegar skoðað í VAR og eftir það var markið dæmt gott og gilt.

Úlfarnir náðu að jafna fyrir leikhlé þegar Pedro Neto skoraði. Markið var hins vegar dæmt af eftir skoðun í VAR. Víða var reiði með dóminn enda ótrúlega tæpt.

Gríðarlega tæpt, en hérna má sjá á hvað var dæmt.

Það var hart barist í seinni hálfleiknum og reyndu gestirnir hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Þeim tókst það hins vegar ekki og lokatölur 1-0 í leik þar sem VAR hafði mikil áhrif.

Liverpool er á toppi deildarinnar með 13 stiga forskot á Leicester og leik til góða. Úlfarnir eru í sjöunda sæti með 30 stig, 25 stigum minna en Liverpool.

Liverpool hefur unnið 18 af 19 leikjum sínum. Eini leikurinn sem hefur ekki unnist hingað til var jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford.

Núna er í gangi leikur Manchester City og Sheffield United. Hægt er að fylgjast með gangi mála á úrslitaþjónustu á forsíðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner