Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. desember 2019 16:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England: Dramatískur sigur Chelsea á Emirates
Tammy Abraham skoraði sigurmarkið
Tammy Abraham skoraði sigurmarkið
Mynd: Getty Images
Bernd Leno gerði dýrkeypt mistök.
Bernd Leno gerði dýrkeypt mistök.
Mynd: Getty Images
Arsenal 1 - 2 Chelsea
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('13 )
1-1 Jorginho ('83 )
1-2 Tammy Abraham ('87 )

Það fór fram stórleikur á Emirates leikvangnum í dag þegar Arsenal tók á móti Chelsea í nokkuð fjörugum leik.

Fyrsta mark leiksins var skorað á 13. mínútu en þá skallaði Pierre Emerick Aubameyang boltann í netið með skalla af stuttu færi, það var varnarmaðurinn Calum Chambers sem fékk stoðsendinguna skráða á sig en hann skallaði boltann eftir hornspyrnu til Aubameyang.

Staðan var 1-0 í hálfleik og þannig hélst staðan langt inn í seinni hálfleikinn.

Það var á 83. mínútu sem Chelsea fékk aukaspyrnu, Mason Mount tók spyrnuna. Bernd Leno kom út úr markinu og ætlaði koma honum boltanum í burtu en hann misreiknaði hann, boltinn fór yfir hann og endaði hjá Jorginho sem hafði lítið fyrir því að koma boltanum í netið. Dýrkeypt mistök hjá Leno.

Stuttu áður hafði Jorginho brotið af sér á gulu spjaldi og Arsenal menn vildu þar sjá Craig Pawson dómara leiksins gefa honum hans annað gula spjald en svo fór ekki, þetta atriði verður væntanlega mikið í umræðunni eftir leikinn þar sem þetta gerðist í stöðunni 1-0.

Það var ekki allt fjör búið í leiknum því á 87. mínútu fór Chelsea í skyndisókn sem endaði með því að Tammy Abraham kom boltanum í netið og Chelsea menn þar með komnir í forystu eftir að hafa verið undir stóran hluta leiksins.

Niðurstaðan á Emirates 1-2 sigur Chelsea sem er eftir sigurinn með 35 stig í 4. sæti, Arsenal áfram í 12. sæti með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner