Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. desember 2019 12:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Guardiola skýtur fast á úrvalsdeildina: Þeim er alveg sama
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Eins og alltaf er mikið um að vera í enska boltanum yfir hátíðarnar, stjórum félaganna ekki til mikillar ánægju.

Manchester City mætti Wolves klukkan 19:45 á föstudagskvöld og mætir Sheffield United í kvöld klukkan 18:00, Pep Guardiola skaut fast á úrvalsdeildina þegar hann fékk spurningu frá blaðamanni um hvort honum finndist að úrvalsdeildin þyrfti að hugsa meira um velferð leikmanna.

„Ég hef enga skoðun á þessu, þeim er alveg sama um hvað ég segi. Á mínu fyrsta tímabili á Englandi lentum við í því sama og núna, við spiluðum á Anfield og tveimur dögum síðar við Burnley á heimavelli."

„Það sem ég segi mun ekki breyta neinu, Jose (Mourinho) og Jurgen (Klopp) hafa sagt það sama. Þetta er svona á hverju ári, þetta veltur allt á sjónvarpsstöðvunum með leiktímana og við verðum bara að sætta okkur við það," sagði Guardiola.

Manchester City er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, 14 stigum á eftir toppliði Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner