Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 29. desember 2019 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lampard: Hafði allt með liðsanda og þrá að gera
Lampard glaður í leikslok.
Lampard glaður í leikslok.
Mynd: Getty Images
„Við vorum hræðilegir fyrstu 30 mínúturnar," sagði Frank Lampard, stjóri Chelsea, eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea byrjaði leikinn illa, en vann sig betur inn í hann í seinni hálfleik og uppskar að lokum sigur.

„Við gáfum Arsenal allt sem þeir vildu. Við verðum gerðum breytingu snemma á liðinu, okkur fannst við þurfa að gera það. Við vorum með yfirburði í seinni hálfleiknum."

„Það var ljóst eftir tíu mínútur eða svo að Arsenal hefði farið vel yfir okkar leik gegn Tottenham. Þeir sáu til þess að við vorum með fimm í vörn, en ekki þrjá. Það skorti jafnvægi í okkar lið. Við settum inn á varamann til að bæta við manni á miðjuna."

Hvað var sagt í hálfleik? „Það er hægt að samþykkja misheppnaða sendingu en það er ekki hægt að samþykkja það að vera daufir í Lundúnaslag. Leikmönnunum var sagt það og þeir bættu fyrir það. Seinni hálfleikurinn hafði ekkert með taktík að gera, hann hafði allt með liðsanda og þrá að gera."

„Ég er ekki enn búinn að jafna mig á tapinu gegn Southampton á annan í jólum. Við munum gera allt í næsta heimaleik til að vinna. Við erum enn í fjórða sæti og viljum meira," sagði Lampard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner