Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 29. desember 2019 10:01
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Man Utd ætlar að fá Eriksen næsta sumar - Real segir Zidane að gleyma Pogba
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Nú styttist óðum í að félagaskiptaglugginn opnar, hér má lesa fótboltaslúður dagsins tekið saman af BBC.



Manchester United ætlar að bíða með það fram á næsta sumar að fá danska miðjumanninn Christian Eriksen til félagsins, hann verður þá samningslaus. (Sunday Telegraph)

Real Madrid hefur tilkynnt knattspyrnustjóranum Zinedine Zidane að hann skuli gleyma því að fá Paul Pogba miðjumann Manchester United til félagsins. Ástæðan er að koma hans mun verða til þess að úrúgvæski miðjumaðurinn Federico Valverde mun fá minni spilatíma til að þróa sinn leik. (AS)

Nýráðinn knattspyrnustjóri Everton, Carlo Ancelotti mun hafna öllum tilboðum sem koma frá Manchester United í Brasilíumanninn Richarlison, sama þótt þeir bjóði 70 milljónir punda. (Sun on Sunday)

David Moyes og Tony Pulis eru líklegastir til að taka við West Ham eftir að Manuel Pellegrini var rekinn. (Sunday Telegraph)

Knattspyrnustjóri Manchester City, Pep Guardiola mun verða áfram hjá félaginu, hann mun stýra liðinu þar til í lok næsta tímabils, þetta segir Ferran Soriano framkvæmdastjóri félagsins. (Mail on Sunday)

Enski hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold ætlar sér að vera hjá Liverpool allan sinn feril og verða goðsögn hjá félaginu. (Sportbladet og Independent)

Knattspyrnustjóri Juventus, Maurizio Sarri íhugar að fá franska framherjann Olivier Giroud frá Chelsea. (La Stampa)

Bayern Munich, Juventus og Paris St-Germain eru áhugasöm um að fá þýska markvörðinn Marc-Andre Ter Stegen frá Barcelona. (ESPN)

Sheffield United ætlar að reyna fá enska framherjann Eberechi Eze frá QPR, þessi 21 árs gamli leikmaður er metinn á 12 milljónir punda. (Sun on Sunday)

Barcelona segir að lögsókn Arturo Vidal gegn félaginu vegna bónusgreiðslna sé tilraun hans til að vera seldur frá félaginu í janúar til Inter Milan. (ESPN)

Liverpool hefur áhuga á nígeríska framherjanum Victor Osimhen sem leikur með Lille. (Sunday Express)

Fiorentina er líklegt til að reyna fá argentíska varnarmanninn Marcos Rojo frá Manchester United næsta sumar. (La Nazione)

Jannik Vestergaard varnarmaður danska landsliðsins og Southampton er skotmark Werder Bremen í janúar, hann hefur áður leikið með félaginu. (Sky Sports)

Andres Iniesta fyrrum miðjumaður Barcelona hefur hafnað nokkrum tilboðum frá Bandaríkjunum, frá LA Galaxy, Inter Miami og Montreal Sounders. Hann ætlar sér að vera áfram í Japan hjá Vissel Kobe. (Mundo Deportivo)

Knattspyrnustjóri Liverpool, Jurgen Klopp segir að félagið hafi kallað enska varnarmanninn Nat Phillips úr láni frá Stuttgart tímabundið. (Liverpool Echo)
Athugasemdir
banner
banner
banner