banner
   sun 29. desember 2019 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mendy: Auðvelt að tala þegar allt gengur vel
Mendy gerði mistök.
Mendy gerði mistök.
Mynd: Getty Images
Benjamin Mendy skrifaði færslu á samfélagsmiðlinum Twitter eftir mistök sem hann gerði gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni á föstudag.

Manchester City tapaði leiknum 3-2 eftir að hafa komist 2-0 yfir. Man City stærstan hluta leiksins einum færri eftir að markvörðuinn Ederson fékk rautt spjald fyrir brot á 12. mínútu.

Adama Traore minnkaði muninn fyrir Wolves fljótlega í kjölfar annars marks City-liðsins sem kom snemma í seinni hálfleik. Traore var svo aftur á ferðinni á 82. mínútu.

Fyrirgjöf Úlfanna barst á fjærstöngina og þar ætlaði Benjamin Mendy, vinstri bakvörður City, að skýla boltanum út fyrir - þá hefði Wolves fengið hornspyrnu því leikmaður City skallaði fyrirgjöf Úlfanna áfram. Mendy endaði á því að missa boltann og Wolves refsaði með því að skora.

Traore náði boltanum auðveldlega og skeiðaði inn á teiginn með knöttinn, lagði hann út á Raul Jimenez sem skoraði með skoti af stuttu færi, staðan orðin jöfn. Það var svo Matt Doherty sem tryggði sigur Wolves með marki í uppbótartíma.

Í færslu sinni sagði Mendy: „Það er auðvelt að tala þegar allt gengur vel, en það er erfitt þegar það gengur ekki eins vel. Stór mistök í kvöld og ég skulda ykkur mitt besta fyrir skilyrðislausan stuðning. Við verðum að halda áfram að vinna til að komast aftur upp á okkar besta."

City mætir Sheffield United í dag, en ekki eru miklar líkur á því að liðið vinni sinn þriðja Englandsmeistaratitil í röð.

Sjá einnig:
Myndband: Hvað er Benjamin Mendy að brasa?


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner