Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. desember 2019 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez myndi eyða 200 milljónum evra í Kane
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Hugo Sanchez, fyrrum sóknarmaður Real Madrid, vill sjá sitt fyrrum félag kaupa Harry Kane, sóknarmann frá Tottenham - jafnvel þó að það kosti 200 milljónir evra.

Sanchez þekkir tilfinninguna vel að skora fyrir Real Madrid. Hann gerði 208 mörk í 283 leikjum fyrir stórveldið frá Madríd er hann spilaði með félaginu frá 1985 til 1992.

Kane hefur skorað 180 mörk í tæplega 280 leikjum fyrir Tottenham, en hann er einn besti framherji Evrópu um þessar mundir.

Hinn 26 ára gamli Kane er fyrirliði enska landsliðsins, en það er ljóst að Tottenham mun ekki selja hann ódýrt. Sanchez vill að Florentino Perez, forseti Real, leggi allt undir til að fá Kane.

„Ég myndi kaupa hann, jafnvel fyrir 200 milljónir evra," sagði Sanchez við Marca. „(Cristiano) Ronaldo kostaði mikið á sínum tíma, en sjáðu hvað hann gaf félaginu mikið."

Sanchez telur að Karim Benzema vanti alvöru félaga í sóknina.

„Ég hafði Emilio Butragueno og hann vantar sinn Butragueno. Luka Jovic? Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri. Ég held að hann sé ekki slæmur leikmaður fyrir framtíðina, en Real Madrid þarf bestu sóknarmennina fyrir daginn í dag. Ég held að Kane sé það."

Þá sagði Sanchez: „Ekkert ábyrgir titla eins og mörk. Þess vegna myndi ég eyða 200 milljónum evra í Kane."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner