sun 29. desember 2019 12:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Scholes: Sóknarlína Man Utd ekkert verri en hjá öðrum stórum félögum í Evrópu
Anthony Martial, Marcus Rashford og Daniel James.
Anthony Martial, Marcus Rashford og Daniel James.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes fylgdist með sínu fyrrum félagi vinna Burnley á Turf Moor, 0-2 í gærkvöldi.

Anthony Martial og Marcus Rashford skoruðu mörkin, þeir ásamt Daniel James byrjuðu sem þrír fremstu menn Manchester United í leiknum í gærkvöldi. Scholes er mjög hrifinn af sóknarmönnum liðsins.

„Sóknarlína Manchester United er ekkert verri en hjá öðrum stórum félögum í Evrópu þegar þeir eru upp á sitt besta."

„Það er ekkert grín að eiga við leikmenn eins og Martial og Rashford þegar þeir eru komnir á ferðina, James hefur einnig verið flottur og nú er Mason Greenwood að koma meira inn í þetta," sagði Scholes.

„Það eru stöðurnar fyrir aftan þessa leikmenn sem valda mér áhyggjum, það vita auðvitað allir hvað Paul Pogba getur gert þegar hann er á sínum degi, þá er erfitt að finna betri miðjumann í heiminum."

„En eins og ég segi þá eru það þessar stöður fyrir aftan fremstu þrjá sem valda mér áhyggjum," sagði Scholes að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner