Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 29. desember 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vestergaard á leið aftur til Werder Bremen?
Vestergaard er með samning við Southampton til 2022.
Vestergaard er með samning við Southampton til 2022.
Mynd: Getty Images
Þýska úrvalsdeildarfélagið Werder Bremen hefur áhuga á því að fá danska varnarmanninn Jannik Vestergaard aftur frá Southampton. Þetta herma heimildir Sky í Þýskalandi.

Werder vill kaupa Vestergaard í janúarglugganum sem opnar í næstu viku.

Vestergaard, sem er næstum því tveir metrar á hæð, spilaði fyrir Werder Bremen frá 2015 til 2016 áður en hann fór til Borussia Mönchengladbach.

Hann var svo keyptur til Southampton sumarið 2018 á 18 milljónir punda.

Daninn hefur spilað 11 leiki fyrir lærisveina Ralph Hasenhuttl í ensku úrvalsdieldinni á þessari leiktíð og skorað eitt mark. Það kom gegn Manchester United snemma á tímabilinu í 1-1 jafntefli.

Hann spilaði hins vegar síðast í 2-1 tapi gegn Everton þann 9. nóvember. Hann hefur verið á bekknum í síðustu fimm deildarleikjum liðsins.

Núgildandi samningur hans við Southampton á að renna út 2022.

Werder Bremen er sem stendur í 17. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, sem er fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner