Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 29. desember 2019 19:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vildu fá hendi á Van Dijk í marki Liverpool
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Liverpool hafði betur gegn Úlfunum, 1-0, á Anfield í ensku úrvalsdeildinni.

Sadio Mane skoraði eina mark Liverpool, en það var dæmt af í fyrstu vegna þess að talið var að Adam Lallana hefði handleikið boltann. Það var hins vegar skoðað í VAR og eftir það var markið dæmt gilt.

En þegar spólað er lengra til baka þá sést er boltinn virðist fara í hendi Virgil van Dijk, varnarmanns Liverpool. Hann sendir boltann svo fram á Lallana sem kemur honum á Mane.

Conor Coady, fyrirliði Wolves, sagði eftir leikinn: „Okkur fannst boltinn fara í hendi Van Dijk, en dómarinn segir að hann sé of langt í burtu frá markinu. Hann átti sendinguna fram á við."

Van Dijk sagði: „Ég verð að sjá það aftur. Ég man ekki eftir því. Leikurinn er búinn. Hvað getum við gert? Markið stóð."

Hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum og þar fyrir neðan má sjá mynd.



Athugasemdir
banner
banner
banner